Um vinnustaðinn
Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagna, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla. Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótótilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara.
Verkstæði Veltis á Hádegismóum eru þau fullkomnustu í greininni, vel tækjum búin með framúrskarandi aðstöðu fyrir starfsfólk, með góðu aðgengi frá stofnbrautum og mjög góðu athafnarými fyrir stór tæki þar sem öll þjónusta og varahlutir eru í boði.
Vörubíla og rútuverkstæði Veltis sér um ábyrgðar- og almenna viðgerðarþjónustu við Volvo vörubíla, Renault vörubíla og Volvo rútur ásamt þjónustu við ábyggingar og aðra fylgihluti.
Vélaverkstæði Veltis sér um ábyrgðar- og almenna viðgerðarþjónustu við Volvo vinnuvélar, Volvo Penta bátavélar, Dieci skotbómulyftara og Hiab hleðslukrana og annan fylgibúnað.
Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar og Hammar gámalyftur fá olíu- og smurþjónustu, dekk og dekkjaþjónustu ásamt Nokian dekkjasölu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ. Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. Í húsinu er einnig Frumherji með nýja og afar fullkomna skoðunarstöð.
Varahlutaþjónusta Veltis er framúrskarandi þar sem lögð er áhersla á að eiga mikið úrval varahluta á lager til að tryggja uppitíma bíla og tækja og að auki er boðið upp á sérpantanaþjónustu í sérflokki.